Um okkur

Stíll fagnaði 25 ára afmæli sínu á þessu ári. Það má því segja að Stíll sé orðinn stór en fyrirtækið hefur frá upphafi verið leiðandi á sínu sviði á Norðurlandi og vaxið og dafnað í áranna rás. Þar starfar nú kraftmikill hópur, samsettur úr hugmyndaauðgi, snilli, vandvirkni og þjónustulund.

Auk auglýsingastofu rekur Stíll skiltagerð en fyrirtækið býr yfir einni mestu reynslu Norðurlands á því sviði.

Stíll er í eigu Ásprents Stíls sem einnig á prentsmiðjuna Ásprent.